Lucas Moura, leikmaður Tottenham, átti frábæran leik á mánudaginn er liðið vann Manchester United, 3-0.
Lucas skoraði tvö mörk í sigri Tottenham á Old Trafford og stimplaði sig hressilega inn í lið Tottenham.
Jan Vertonghen, liðsfélagi Lucas, segir að það sé algjör martröð að spila gegn Brassanum á æfingum.
,,Það er algjör martröð að spila gegn honum. Við þurfum að spila við hann á hverjum degi á æfingum og hann er martröð,” sagði Vertonghen.
,,Hann legur sig svo hart fram og getur skorað mörk með hægri fæti eða vinstri fæti og hann er svo fljótur.”
,,Hann er frábær leikmaður og jafnvel betri náungi svo allir eru mjög ánægðir.”