Huddersfield er úr leik í enska deildarbikarnum eftir nokkuð óvænt 2-0 tap gegn Stoke í kvöld.
Saido Berahino kom Stoke yfir í leiknum áður en Juninho Bacuna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir gestina.
Bacuna var þó í raun ekkert óheppinn en mark hans var stórfurðulegt og má hann kenna sjálfum sér algjörlega um.
Bacuna virtist ætla að þruma boltanum burt hjá miðjuboganum en hitti boltann gríðarlega illa og endaði hann í netinu.
Tæknin í þessari spyrnu Bacuna er hörmuleg eins og má sjá hér fyrir neðan.
Bacuna scoorde vanavond bij z’n debuut voor Huddersfield misschien wel het (eigen) doelpunt van het jaar pic.twitter.com/iIVIPdMGg3
— Dutch Cards (@DutchCards) 28 August 2018