Sam Allardyce, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, var hrifinn af spilamennsku Manchester United gegn Tottenham á mánudaginn.
Tottenham hafði betur í leiknum 3-0 en Allardyce segir að þau úrslit gefi ekki rétta mynd af leiknum. Einnig segir hann að það sé algjört bull að kenna stjóranum Jose Mourinho um.
,,Manchester United spilaði svo vel og ég skal segja ykkur af hverju,” sagði Allardyce við TalkSport.
,,Tölfræðin segir að þeir hafi verið 57 prósent með boltann og átt 23 skot að marki. Tottenham var 43 prósent með boltann og átti níu skot að marki.”
,,Færanýting Tottenham var það sem tryggði sigurinn. Venjulega myndu úrslitin aldrei líta svona út.”
,,Þegar þú átt 23 skot á heimavelli og þú skorar ekki, það er ekki þjálfaranum að kenna en honum er alltaf kennt um.”