fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Hvers vegna varð Hafnarfjörður ekki höfuðborg?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 21:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var við upptökur í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Myndin hangir þar uppi, hún sýnir Hafnarfjörð snemma á tuttugustu öld – ég hef ekki ártalið. Við sjáum að uppfyllingar hafa breytt bæjarstæðinu mikið. Þær juku rýmið en rufu um leið tengsl byggðarinnar við sjóinn – þar tapaðist talsverður þokki sem einkenndi Hafnarfjörð.

Líklega fer þetta safn framhjá flestum, en það er býsna myndarlegt. Stendur í gamla hjarta bæjarins, kjarninn í safninu er íbúðarhús Bjarna riddara Sívertsen og Rannveigar Filippusdóttir. Rannveig var ekkja þegar hún giftist Bjarna, talsvert yngri manni. Bjarna er minnst fyrir hvað hann var mikill athafnamaður, hafði löngum aðsetur í Kaupmannahöfn og var með skip í siglingum í Miðjarðarhafi. En víst er að Rannveig átti talsverðan hlut í að þetta viðskiptaveldi blómstraði.

Við vorum þarna að byrja upptökur á nýrri þáttaröð þar sem við njótum þekkingar Péturs H. Ármannssonar arkitekts. Köllum reyndar líka til sögufrótt fólk úr bæjunum sem við ætlum að fjalla um. Hafnfirðingurinn Jónatan Garðarsson var til dæmis með okkur í dag. Þættirnir eiga að fjalla um þróun byggðar, hús og skipulag, í þeim bæjum kringum landið sem eiga hvað mesta sögu. Og við byrjum semsagt í Hafnarfirði.

Ein spurningin sem þar vaknar er hvers vegna Hafnarfjörður varð ekki höfuðborg Íslands. Þetta var mikil höfn, miklu betri en í Reykjavík. Til Hafnarfjarðar sigldu skip frá mörgum löndum. Á 18. öld komu fram tillögur um að Hafnarfjörður yrði höfuðstaður landsins.

En svo varð ekki. Á því eru nokkrar skýringar. Það var bundið ákveðnum erfiðleikum að byggja í hrauninu sem teygir sig langleiðina niður í sjó í Hafnarfirði. Það var líklega erfiðara að afla vatns – og hið sama á við um eldsneyti. Í Reykjavík var gnægð af mó í mýrunum allt í kring. Og svo er það hlutur Skúla Magnússonar fógeta sem er réttnefndur faðir Reykjavíkur. Skúli beitti sér fyrir þilskipaútgerð í Hafnarfirði, en það var í Reykjavík að hann setti niður Innréttingar sínar – fyrsta vísinn að iðnaði á Íslandi.

Einu sinni var Hafnarfjörður kallaður kratabærinn. Alþýðuflokkurinn var þar við völd um langt skeið og setti mark sitt á bæjarlífið. Nú stjórnar Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði. Gárungi sem ég hitti í Firðinum dag sagði að það skipti engu máli lengur í hvaða stjórnmálaflokki maður væri í bænum heldur væri aðalatriðið hvort maður væri í FH eða Haukum. Aðild að íþróttafélögunum og tryggð við þau skýrði helstu vendingar í bæjarpólitíkinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“