Það fóru fram nokkrir hörkuleikir í enska deildarbikarnum í kvöld og eru þrjú lið í ensku úrvalsdeildinni úr leik.
West Ham byrjaði sinn leik illa gegn AFC Wimbledon og lenti undir eftir aðeins tvær mínútur.
Wimbledon missti mann af velli strax á 13. mínútu leiksins og eftir það bættu gestirnir í og unnu að lokum 3-1 sigur.
Huddersfield er úr leik í keppninni eftir að hafa heimsótt Stoke. Stoke gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur.
Cardiff City fékk skell á heimavelli gegn Norwich á sama tíma. Cardiff leikur í úrvalsdeildinni en þurfti að sætta sig við 3-1 tap og er úr leik.
Southampton sló Brighton út með 1-0 sigri, Crystal Palace vann Swansea 1-0 og Leicester City vann öruggan 4-0 sigur á Fleeetwood.
Hér má sjá helstu úrslit kvöldsins.
Wimbledon 1-3 West Ham
1-0 Joe Pigott
1-1 Issa Diop
1-2 Angelo Ogbonna
1-3 Javier Hernandez
Stoke 2-0 Huddersfield
1-0 Saido Berahino
2-0 Juninho Bacuna(sjálfsmark)
Cardiff 1-3 Norwich
0-1 Dennis Srbeny
0-2 Dennis Serbeny
0-3 M. J Aarons
1-3 Bruno Ecuele
Brighton 0-1 Southampton
0-1 Charlie Austin
Swansea 0-1 Crystal Palace
0-1 Alexander Sorloth
Leicester 4-0 Fleetwood
1-0 Christian Fuchs
2-0 Iborra
3-0 Kelechi Iheanacho
4-0 Rachid Ghezzal
Fulham 2-0 Exeter
1-0 Aboubakar Kamara
2-0 Aboubakar Kamara
Bournemouth 3-0 MK Dons
1-0 Lys Mousset
2-0 Ryan Fraser
3-0 Jordon Ibe
Sheffield Wednesday 0-2 Wolves
0-1 Leo Bonatini
0-2 Helder Costa(víti)