Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports, segir að Manchester United þurfi að opna veskið í janúarglugganum.
Carragher ræddi um United liðið eftir 3-0 tap gegn Tottenham í gær og þá sérstaklega varnarmanninn Victor Lindelof.
Lindelof hefur alls ekki þótt standa undir væntingum á Old Trafford og er Carragher byrjaður að vorkenna honum.
,,Ég get eiginlega ekki gagnrýnt Lindelof því hann á ekki heima hérna og þú byrjar a vorkenna honum,” sagði Carragher.
,,Við sáum hliðar á United í leiknum þar sem þeir voru enn að berjast. Áhyggjuefnið er hins vegar vera með það í leik og samt tapa 3-0.”
,,Það vantar alvöru gæði þarna. Ef þú hefur eytt 400 milljónum punda í leikmannahóp. Hvernig taparðu 3-0? Það lítur út fyrir að þeir þurfi að eyða frekari 200 milljónum.”