Paul Pogba, leikmaður Manchester United, segir að tap liðsins gegn Tottenham í gær hafi verið ‘undarlegt’.
Pogba lék með United í slæmu 3-0 tapi á Old Trafford en öll mörk gestanna komu í síðari hálfleik.
,,Þetta er undarlegt. Við vorum ákveðnir og byrjuðum vel. Svp töpum við leiknum 3-0. Þetta er ákveðið sjokk,” sagði Pogba.
,,Við verðum bara að halda áfram og ekki hafa áhyggjur. Við þurfum að leggja vinnuna í þetta.”
,,Við erum ennþá Manchester United og við munum ekki gefast upp.”