fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Steinþór kann besta sparnaðarráð í heimi – Svona safnaði hann 23 milljónum króna

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísfirðingurinn og tæknifræðingurinn Steinþór Bragason hefur aldrei neytt tóbaks eða áfengis og stórgrætt á því að eigin sögn. Þegar Steinþór var sautján ára gamall blöskraði honum þær upphæðir sem vinir hans eyddu í þessar vörur. Þá tók hann þá ákvörðun að leggja inn á sérstakan sparireikning andvirði þess sem vinir hans eyddu í þetta í hverjum mánuði. Þessu safnaði hann saman í sérstakan „leikjasjóð“ og var upphæðin orðin vegleg tæpum þremur áratugum síðar.

„Síðan ég byrjaði hef ég safnað um 23 milljónum,“ segir Steinþór, „ég hef reyndar alveg sótt í sjóðinn síðan þá en að minnsta kosti átti ég þá alltaf peninginn til þess að gera eitthvað sem mig langaði til. Það er aldrei sjálfsagt og verður að segjast alveg ótrúlegt að maður hafi náð að standast þetta.“ Steinþór segist hafa notað hluta af þessum sjóði í meðal annars í húsnæði, fjórhjól, tvo bíla, einnig „glænýjan sportbíl úr kassanum“ auk þess að hafa fjárfest í rekstri.

Bætir hann við að vinum hans á yngri árum hafi alltaf þótt þetta hin besta ákvörðun. Steinþór segist ekki hafa fundið fyrir miklum mun á félagslífinu en vinir hans voru afar ánægðir með að hann gat setið undir stýri næturlangt. Hann segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun að gerast bindindismaður fyrir lífstíð. „Ég þekki sjálfan mig svo vel og veit að ég hefði verið efni í góðan drykkjuhrút. Ég er bara þannig týpa og ég tek allt með trompi,“ mælir hann kátur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“