Staðreyndin er sú að leyndarmálið að baki hamingjusömu langtímasambandi er ekkert sérstaklega kynþokkafullt. Það segja niðurstöður rannsóknar, The Society for Personality and Social Psychology. Þar kom fram að pör sem stunda kynlíf daglega eru alls ekki hamingjusamari en önnur pör.“
„Þau pör sem stunda kynlíf einu sinni í viku eru alveg jafn hamingjusöm,“ sagði einn vísindamannanna Amy Muise og bætti við: „Þó svo að það að stunda reglulega kynlíf tengist yfirleitt meiri lífshamingju þá skiptir það engu máli hvort viðkomandi stundar kynlíf einu sinni á dag eða einu sinni í viku.“
Amy benti á að mikilvægast væri halda nándinni í sambandinu lifandi. Ef parinu tekst það þá skiptir engu máli hversu oft þau stunda kynlíf:
„Pör ættu ekki að þrýsta á hvort annað að stunda kynlíf og fá samviskubit ef neistinn er ekki alltaf til staðar. Heldur ættu þau að vinna í því að viðhalda nándinni með því að kyssast, halda utan um hvort annað, tala saman og sofa þétt saman á nóttunni.“