fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

Þessa tíu hluti ættir þú aldrei að segja í ástarleik – „Er hann kominn inn?“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tal í ástarleikjum er frábært og oft verulega æsandi. Það er dásamlegt að heyra elskhuga/ástkonu stynja af ánægju eða tjá sig um hvað það er dæmalaust gaman að sofa saman. Hrós alltaf viðeigandi en sumt má bara ALLS EKKI segja í rúminu. Hér er örlítil samantekt:

1. Er þetta slit? Fólk getur verið sjúklega viðkvæmt og óöruggt með líkamann á sér. Að hátta sig með einhverjum er stundum stórt skref og þú veist aldrei hvaða „komplexa” viðkomandi kann að hafa varðandi líkama sinn. Haltu athugasemdum og gagnrýni fyrir þig, sýndu frekar þakklæti og líttu á það sem gjöf að einhver vilji gera hluti með þér allsber.

2. Er ekki í lagi að ég taki þetta upp? Hljómar eins og úr amerískri bíómynd. En svona gerist líka á Íslandi. Stúlka fór heim með manni sem var með vídeókameru við rúmstokkinn – eftir smá kelerí kom þessi setning. Hún var fljót að drífa sig út.

3. Æi annars, eigum við ekki bara að slökkva ljósin?
Þú ert búin að kela í stofunni, svo færist leikurinn inn í svefnherbergi og þið háttið hvort annað og haldið áfram að knúsast. Eftir smá stund lítur mótaðilinn á þig og segir þetta… ekki gott!

4. Mig langar að gera þig ólétta.
Kannski viðeigandi í lengra sambandi en EKKI ef þið voruð að kynnast!

5. Er hann kominn inn? Agalegt, bara agalegt…

6. Fyrrverandi gerði alltaf svona… EKKI tala um fyrrverandi ástkonur eða elskhuga. Við viljum öll vera einstök. Þó að það sé ekki nema þá smá stund sem við stundum kynlíf með einhverjum.

7. Hefurðu einhvern tímann spáð í brjóstastækkun/tippastækkun?
Muna, þakka fyrir nektina og þau forréttindi að fá að njóta hennar með viðkomandi. Það er ekki þitt að dæma líkamann eða greina gallana sem þú kannt að sjá.

8. Ég þarf að segja þér svolítið… Ekki nota allsbera tímann til að tala um eitthvað alvarlegt. Ef þú ætlar að koma út úr skápnum með staðreyndir um hjúskaparstöðu þína eða kynsjúkdómastatus er betri hugmynd að gera það ÁÐUR en farið er í rúmið.

9. Ég var að skipta um lak. Kynlíf er subbulegt á köflum – allskonar vessar, sviti, slef og sæði, eiga til að sullast í sængurverin. Sættu þig við það!

10. Verður þetta ekki bara okkar á milli? Þessi setning gefur til kynna að þú sjáir eftir því að hafa farið í rúmið með ástkonunni/elskhuganum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Geirfinnsmálið: Haukur telur niðurstöður bókarinnar vera langsóttar – Var sonur Geirfinns heima eða ekki?

Geirfinnsmálið: Haukur telur niðurstöður bókarinnar vera langsóttar – Var sonur Geirfinns heima eða ekki?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Hátíð blóðtappanna – Þetta getur þú gert til að minnka líkurnar á blóðtappa

Hátíð blóðtappanna – Þetta getur þú gert til að minnka líkurnar á blóðtappa

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.