fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

SVARTHÖFÐI: Kennarar, veriði bara í fríi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólarnir eru að byrja og Svarthöfði hefur ekki farið varhluta af því frekar en öðru sem gerist í þessu þjóðfélagi. Sjálfur á Svarthöfði fimm börn á grunnskólaaldri og var meira að segja sjálfur í skóla. Þekkir kerfið því út og inn.

Foreldrar grenja nú um frí kennara og skerta daga sem veldur því þeir þurfa sjálfir að taka sér frí. Grenja yfir því að þurfa að mæta í jólaföndur á aðventunni, grenja yfir því að þurfa að hlusta á skrækar raddir í samsöng og grenja yfir því að kennarar fari í fyllerísferðir á svokölluðum „starfsdögum.“ Svarthöfði veit að kennararnir verða að hella aðeins í sig til að lifa af að vera innan um þessa organdi grislinga allan daginn. Svarthöfði hellir í sig í hvert sinn sem þeir koma heim úr skólanum.

Svarthöfða finnst að foreldrar almennt ofmeti gróflega þessa þörf barnanna á að vera í skólanum. Ekki fannst Svarthöfða gaman í skólanum, þvert á móti þá nýtti hann skrópkvótann til hins ítrasta. Sérstaklega í sundi, sem er ömurleg iðja og sóðaleg.

Í dag höfum við stórkostlega menntastofnun sem hver sem er hefur aðgang að og ber hún nafnið Jútúb! Þar geta krakkarnir lært ensku og reikning og söng og trésmíði og bakstur. Þegar kennarar eru í verðskulduðu fríi og foreldrarnir þurfa að drösla krökkunum með sér í vinnuna þá eru þau hvort eð er alltaf á Jútúb og kvarta ekki. Þetta hefur Svarthöfði séð með eigin augum og fær ekki betur séð en að þetta reynist bara mjög vel fyrir alla viðkomandi.

Nei, Svarthöfði deilir ekki áhyggjum foreldra og þvert á móti telur hann að frí kennara ættu að vera lengri og skertir dagar fleiri. Það er ekki hægt að ætlast til að kennarar kenni meira en 180 daga á ári. Það er næstum því helmingur allra daga!!! Við sem samfélag ættum frekar að beina kennslunni sem mest úr skólastofunni og inn á Jútúb.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirgefur Manchester United og skrifar undir á Spáni

Yfirgefur Manchester United og skrifar undir á Spáni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“