fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

Eddie Murphy á von á jólabarni – Faðir í tíunda skiptið

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski gamanleikarinn Eddie Murphy á von á sínu tíunda barni í desember með kærustu sinni, Paige Butcher. Afþreyingarmiðillinn ET greindi fyrst frá þessu en orðrómar um nýja erfingjann spratt fyrst upp þegar sást til Butcher á dögunum með útþaninn maga.

Þau Murphy og Butcher hafa verið saman í sex ár og eiga hina tveggja ára gömlu Izzy, en fyrir á gamanleikarinn átta börn úr fjórum öðrum samböndum.

Eddie Murphy með kærustu sinni, Paige Butcher.

Murphy varð fyrst faðir árið 1989 og átti hann þá dótturina Briu með fyrrum eiginkonu sinni, Nicole Mitchell. Á því sama ári eignaðist hann soninn Eric með Paulette McNeely. Ári seinna eignaðist hann annan son, Christian, með fyrrverandi kærustu sinni, Tamöru Hood. Allt í allt eignuðust þau Nicole fimm börn, en ásamt Briu má nefna þau Myles, Shayne, Zolu og Bellu Zahra. Eignaðist hann líka stúlkuna Angel Iris með Kryddpíunni Melanie Brown utan hjónabands.

Gamanleikarinn segir í samtali við ET að börnin séu skærasta ljósið í lífi hans en bætir léttlyndur við að ekkert barnanna hans sé orðið svo gamalt, enda ekkert þeirra skriðið á fertugsaldurinn enn.

„Allur heimur minn snýst í kringum þessi börn,” segir hann.
„Þetta er það náttúrulegasta sem til er.”

Turtildúfurnar með sjö af níu börnum grínarans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Meghan Markle sagðist valdefla konur með fjárfestingu sinni – Nú er hún sökuð um „fátæktarklám“

Meghan Markle sagðist valdefla konur með fjárfestingu sinni – Nú er hún sökuð um „fátæktarklám“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Orðaðir við Zirkzee í janúar: ,,Hann er mjög góður leikmaður“

Orðaðir við Zirkzee í janúar: ,,Hann er mjög góður leikmaður“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.