Tvo trampólín lögðu af stað í rokinu á Suðurnesjum í gær, annað í Keflavík en hitt í Njarðvík. Lögreglan kom öðru þeirra í skjól áður en skaði hlytist af ferðalagi þess en hitt fauk á bifreið og skemmdi hana áður en það yrði stöðvað. Þá hófust léttar gifsplötur á loft og lentu á götu í Grindavík.
Lögregla beinir þeim tilmælum til eigenda trampólína og annarra lausamuna að ganga vel og tryggilega frá þeim áður en haustlægðirnar fara að banka á dyrnar með tilheyrandi hvassviðri.