fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Gísli Marteinn um mengunarrannsóknina: „Mig hefur lengi grunað það, en nú er það staðfest: Bílaumferð gerir okkur heimskari“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt viðamikilli rannsókn á tuttuguþúsund Kínverjum sem stóð yfir í fjögur ár, kemur í ljós að loftmengun geti dregið verulega úr greind fólks. Alls 95 prósent mannkynsandar að sér skaðlegu lofti.

Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður og áhugamaður um borgarskipulag, hefur lengi barist fyrir því að draga úr bílaumferð. Má því segja að niðurstaða rannsóknarinnar sé vatn á myllu orðræðu hans:

 „Mig hefur lengi grunað það, en nú er það staðfest: Bílaumferð gerir okkur heimskari“

segir Gísli á Twitter og vísar í frétt RÚV um rannsóknina.

Reykjavík ítrekað yfir heilsuverndarmörkum

Þó skilja megi orð Gísla sem grín, fylgir þeim nokkur alvara einnig.

Á undanförnum árum hefur magn svifryks í Reykjavík oft og ítrekað farið yfir heilsuverndarmörk, eða 10-13 sinnum á ári.

Hún er meiri en í stórri iðnaðarborg í Bandaríkjunum samkvæmt Larry G. Anderson, bandarískum sérfræðingi sem fenginn var hingað til lands í fyrra til þess að leggja mat sitt á aðstæður.

Hér á landi er fylgst með magni svifryks, nituroxíðs og brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Sagði Anderson að hann væri undrandi yfir magni svifryksmengunarinnar, en hana væri ekki hægt að skýra alfarið með notkun okkar á nagladekkjum, því þau gefi frá sér gróft svifryk. Fínna svifrykið sé mun hættulegra og gera mætti ráð fyrir að útblástur frá bensín- og díselbílum ættu sinn þátt í menguninni. Sagði hann þörf á frekari rannsóknum.

Sjö milljónir dauðsfalla

Samkvæmt mengunarrannsókninni getur mengunin haft slæm áhrif á tungumála- og stærðfræðikunnáttu fólks og greinir The Guardian frá því að skólaganga fólks styttist um eitt ár, að meðaltali.

Þá aukast neikvæð áhrif mengunar eftir því sem fólk eldist og eykur líkur á hrörnunarsjúkdómum á borð við Alzheimer.

Loftmengun er sögð draga 7 milljónir manna til dauða á ári og er skilgreind af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans.

 

Þess má síðan geta að í PISA könnun frá 2016 kom í ljós að stærðfræðikunnátta og vísindalæsi íslenskra nemenda héldi áfram að versna og væri verri en í nágrannalöndunum. Ekki er þó hægt að draga beinar vísindalegar ályktanir um að orsökina sé að finna í svifryksmengun, þó fróðlegt gæti reynst að rannsaka það sérstaklega.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi