Hann telur sig hafa fundið dularfullan hlut á myndunum, hlut sem er lík af geimveru. Martin segist ekki hafa átt neitt við myndirnar og sé sannfærður um að það sé lík sem sést á myndunum. Myndirnar virðast sýna eitthvað sem líkist mannveru liggjandi á bakinu og er með höfuð og útlimi.
Martin segir þetta vera eitthvað í mannslíki en með stór hvít augu. Það bítur lítið á hann að hann er líklega einn af fáum sem er sannfærður um að það sé geimvera sem sést á myndunum. Hann segist fullviss um að NASA skammti og ritskoði þær upplýsingar sem almenningur fær um líf utan jarðarinnar.