fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Ljúga flugfélög til um áætlaðan flugtíma?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 17:30

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélög eru sökuð um að segja fólki að áætlaður flugtími sé lengri en hann er í raun og veru. Þetta er að sögn til að láta flugfélögin líta betur út hvað varðar stundvísi. Þetta getur einnig dregið úr kröfum flugfarþega á hendur þeim vegna seinkana.

Það eru bresku neytendasamtökin „Which?“, sem halda þessu fram að sögn Express. Samtökin telja sig geta sýnt fram á að flugfélög gefi af ásettu ráði upp lengri flugtíma en raun er til að virðast vera stundvísari og „lendi á réttum tíma“.

Þetta hefur í för með sér að farþegar verða að eyða meiri tíma á flugvöllum og í flugvélum og verða stundum af möguleikanum á að fá greiddar bætur vegna seinkana.

Flugfélögin vísa þessum staðhæfingum „Which?“ á bug. Samtökin rannsökuðu meðalflugtímann á 125 flugleiðum sem stór flugfélög flugu 2009 og báru saman við stöðuna í dag. Meðal niðurstaðna er að áætlaður flugtími hjá Ryanair á milli London Stansted og Berlín Schönefeld er sagður vera 10 mínútum lengri í dag en 2009. Hjá Easyjet hefur áætlaður flugtími á milli Gatwick og Berlín lengst um 19 mínútur á 10 árum.

Áætlaður flugtími reyndist vera lengri í dag en 2009 á 61 prósentum af þeim 125 flugleiðum sem skoðaðar voru. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að flugvélar séu orðnar fullkomnari en 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum