fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Kornabarn var skilið eftir í símaklefa fyrir 64 árum – Nú hefur ráðgátan loksins verið leyst

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 07:20

Steve Dennis. Mynd:azcentral/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á köldum janúarmorgni 1954 voru feðgarnir Robert Wilson eldri og Robert Wilson yngri við vinnu sínu í Lancaster í Ohio í Bandaríkjunum en þeir sáu um að færa fólki brauð heim að dyrum. Skyndilega sáu þeir hreyfingu inni í símaklefa og ákváðu að kanna málið. Inni í klefanum fundu þeir tveggja mánaða dreng sem hafði verið þar í nokkrar klukkustundir. Hann var í kassa og með teppi yfir sér og mjólkurpela.

Drengurinn var nefndur „Símaklefa barnið“ og „Litlu bláu augun“ af fjölmiðlum en hann var um hríð eitt helsta umfjöllunarefni þeirra. Þrátt fyrir rannsókn og mikla fjölmiðlaumfjöllun tókst lögreglunni ekki að komast að hvaðan drengurinn var, hver móðir hans var eða af hverju hún hafði skilið hann eftir.

En nú hefur málið loksins verið leyst, 64 árum síðar.

Frétt frá 1954 um málið. Mynd:azcentral/Twitter

Hjónin Stanley og Vivian Dennis ættleiddu litla drenginn og hann var skírður Steve. Hann ólst upp hjá nýju fjölskyldunni sinni í Arizona. Hann kvæntist síðar og eignaðist tvær dætur. Hann vissi alla tíð að hann hafði verið ættleiddur en sýndi aldrei neinn áhuga á að finna líffræðilega foreldra sína. En það breyttist þegar dætur hans komust á unglingsaldur og fóru að þrýsta á hann að finna meira út um fjölskyldu sína.

Í samtali við Lancaster Eagle Gazette sagði Steve að dæturnar hafi alltaf verið mjög forvitnar um málið og hafi sífellt verið að spyrja hann hvaðan hann væri og hverjir væru forfeður hans. Hann ákvað því á endanum að nýta sér þjónustu Ancestry.com og láta rannsaka DNA úr sér í þeirri von að blóðskyldir ættingjar hans væru einnig skráðir á vefsíðunni.

Steve Dennis. Mynd:azcentral/Twitter

Þremur mánuðum síðar fékk hann niðurstöðurnar í hendurnar og komst í samband við tvímenning sinn sem vissi hver móðir hans var. Í kjölfarið fékk hann að vita að hann ætti hálfsystur. Hann setti sig í samband við hana og hún gat sagt honum að móðir hans væri á lífi og byggi í Baltimore. Hún var aðeins 18 ára þegar hún eignaðist Steve. Faðir hans sagði henni að hann myndi ekki kvænast henni nema hún losaði sig við barnið þeirra. Hún féllst á það og skildi hann því eftir í símaklefanum þessa janúarnótt. En faðirinn stóð ekki við orð sín og lét sig hverfa.

Móðir hans giftist síðar öðrum manni og eignaðist tvær dætur með honum.

Fæðingarvottorð Steve. Mynd:azcentral/Twitter

Steve fer fljótlega til Baltimore til að heimsækja blóðmóður sína í fyrsta sinn. Hann sagði að það væri áhugavert að hafa komist til botns í málinu en það skipti ekki sköpum í lífi hans.

„Raunverulegir foreldrar mínir eru að sjálfsögðu þau sem ættleiddu mig. Það væri nánast ómögulegt fyrir mig að hugsa á annan hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?