Fyrir dómi kom fram að bræður Vals, Ragnar og Örn, hafi komið í heimsókn og haft með sér tvær flöskur af sterku áfengi. Þá hafði Valur að eigin sögn ekki bragðað áfengi frá því á þrettándanum. Hann sagðist hafa tekið þá ákvörðun í janúar að hætta allri áfengisdrykkju því hann hefði átt til að drekka þar til hann missti minnið og það hefði komið fyrir að hann hefði orðið ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Fréttablaðið skýrir frá þessu.
Bræðurnir settust að drykkju en Örn fór að sofa um klukkan tíu en Ragnar og Valur héldu þá áfram drykkju. Valur sagðist hafa sagt Ragnari frá áformum sínum með bæinn en Ragnar hefði ekki tekið þeim vel. Valur sagðist ekki muna eftir að þeir hefðu tekist á en það síðasta sem hann hefði séð hefð verið andlit sem svipaði til andlits Ragnars. Hann sagðist hafa vaknað morguninn eftir og þá komið að líki Ragnars í þvottahúsinu.
Nanna Briem, geðlæknir, metur Val sakhæfan en hann bar fyrir sig minnisleysi um atburðarrásina í viðtölum við hana.