fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Morðið á Gýgjarhóli II – Rankaði við sér og fann lík bróður síns í þvottahúsinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var fyrri dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Vali Lýðssyni sem er ákærður fyrir að hafa orðið bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, að bana á Gýgjarhóli II í Biskupstungum í lok mars. Valur skýrði frá atburðarrásinni í gær og voru lýsingar hans yfirvegaðar.

Fyrir dómi kom fram að bræður Vals, Ragnar og Örn, hafi komið í heimsókn og haft með sér tvær flöskur af sterku áfengi. Þá hafði Valur að eigin sögn ekki bragðað áfengi frá því á þrettándanum. Hann sagðist hafa tekið þá ákvörðun í janúar að hætta allri áfengisdrykkju því hann hefði átt til að drekka þar til hann missti minnið og það hefði komið fyrir að hann hefði orðið ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Fréttablaðið skýrir frá þessu.

Bræðurnir settust að drykkju en Örn fór að sofa um klukkan tíu en Ragnar og Valur héldu þá áfram drykkju. Valur sagðist hafa sagt Ragnari frá áformum sínum með bæinn en Ragnar hefði ekki tekið þeim vel. Valur sagðist ekki muna eftir að þeir hefðu tekist á en það síðasta sem hann hefði séð hefð verið andlit sem svipaði til andlits Ragnars. Hann sagðist hafa vaknað morguninn eftir og þá komið að líki Ragnars í þvottahúsinu.

Nanna Briem, geðlæknir, metur Val sakhæfan en hann bar fyrir sig minnisleysi um atburðarrásina í viðtölum við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu