Árásin átti sér stað skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Tveimur mönnum hafði þá verið vísað út af Shooters, sem er í Austurstræti, en þeir sneru aftur skömmu síðar og höfðu þá náð sér í liðsauka. Mennirnir réðust á tvo dyraverði á Shooters. Annar dyravarðanna var fluttur á sjúkrahús og eins og fyrr segir er óttast að hann hafi orðið fyrir mænuskaða. Hinn slasaðist lítið.
RÚV segir að hinir meintu árásarmenn hafi verið handteknir daginn eftir. Þeir eru pólskir og eru staddir hér á landi vegna vinnu að sögn RÚV.