fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Leitað að ferðamanni á Fjallabaki í gærkvöldi og nótt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 04:25

Mynd úr safni. Mynd:Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir á Suðurlandi og úr Árnessýslu voru kallaðar út í gærkvöldi eftir að neyðarboð bárust frá sendi á Fjallabaki, frá svæðinu norðan Torfajökuls. Slagveður var á hálendinu í gær og miklir vatnavextir. 15-20 m/s voru fyrir innan Landmannalaugar í gærkvöldi og fjöll farin að taka á sig hvítan lit. Síðar bættust björgunarsveitir af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu við leitarhópana.

Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, fannst skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en um 200 björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Suðurnesjum tóku þátt í leitinni. Maðurinn er heill á húfi en hann var einn á ferð og fannst í Jökulgili sem gengur inn af Landmannalaugum. Þar var hann í tjaldi.

Frá leitarsvæðinu í nótt. Mynd:Landsbjörg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi