Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og geta lið enn styrkt sig fyrir utan þau sem spila í ensku úrvalsdeildinni.
Hér má sjá pakka dagsins.
Gerard Pique, leikmaður Barcelona, segir að það yrði gaman að fá Paul Pogba til félagsins. (AS)
Gary Cahill, leikmaður Chelsea, er staðráðinn í því að vera áfram hjá félaginu og berjast um byrjunarliðssæti. (Telegraph)
Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal, mun hafna því að taka við Bordeaux í Frakklandi þar sem buddan er lítil. (Sun)
Kevin Strootman er á förum frá Roma á Ítalíu og mun skrifa undir hjá Marseille í Frakklandi. (Football Italia)
Ramires, fyrrum leikmaður Chelsea, er á leið til Benfica í Portúgal frá Jiangsu Suning í Kína. Hann lék með Benfica áður en hann samdi við Chelsea. (O Jogo)
LA Galaxy hefur áhuga á að fá fyrrum bakvörð Arsenal, Emmanuel Eboue, á frjálsri sölu. Hann hefur ekki spilað síðan 2014. (Sun)