Marcelo, leikmaður Real Madrid á Spáni, var tekinn af velli eftir 60 mínútu í sigri á Girona um helgina.
Marcelo hefur lengi verið fastamaður í liði Real og kom þessi ákvörðun Julen Lopetegui, stjóra Real, mörgum á óvart.
Marcelo viðurkennir það sjálfur að hann skilji ekki af hverju hann var tekinn af velli.
,,Þetta kom mér á óvart en ég virði ákvörðun þjálfarans. Ég vildi halda áfram því ég er í 100 prósent standi,“ sagði Marcelo.
,,Ég skil ekki þessa ákvörðun en ég virði hana. Þetta er hans ákvörðun en ég vil alltaf fá að spila.“