Jose Mourinho ræddi við blaðamenn í kvöld eftir 3-0 tap Manchester United gegn Tottenham.
Mourinho endaði blaðamannfundinn á athyglisverðan hátt en hann bað þá fólk um að sýna sér virðingu.
Mourinho sagði orðið ‘virðing’ nokkrum sinnum áður en hann yfirgaf svæðið. Fyrir það hélt hann þremur fingrum á lofti.
,,Þetta stendur fyrir titlana sem ég hef unnið í úrvalsdeildinni, ég hef unnið meira en hinir 19 þjálfararnir til samans,“ sagði Mourinho áður en hann fór.
Það er vissulega rétt hjá Mourinho en hann vann deildina þrisvar sinnum með Chelsea.
Just now, Jose walks out on post match press conference with this… pic.twitter.com/Cb5C9DWYeB
— Kyle Martino (@kylemartino) 27 August 2018