Manchester United lenti í vandræðum gegn Tottenham í kvöld er liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni.
Jose Mourinho og lærisveinar hans þurftu að sætta sig við 3-0 tap á Old Trafford og er þetta annað tap liðsins í röð.
United hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum deildarinnar eftir 3-2 tap gegn Brighton í síðustu umferð.
Mourinho er þekktur fyrir það að spila góðan varnarleik en í kvöld tapaði hann sínum stærsta leik á ferlinum á heimavelli.
3-0 tap United er nú stærsta tap Mourinho á ferlinum á heimavelli en hann hefur stýrt mörgum frábærum liðum í gegnum tíðina.
3 – @SpursOfficial's win tonight marks Jose Mourinho's biggest ever home defeat as a manager in any competition. Trounced. #MUNTOT pic.twitter.com/S5vXMCEpdo
— OptaJoe (@OptaJoe) 27 August 2018