Það er óhætt að segja það að Portúgalinn Jose Mourinho sé valtur í sessi hjá Manchester United.
United hefur farið illa af stað á þessu tímabili en liðið tapaði óvænt 3-2 fyrir Brighton í annarri umferð.
Liðið fékk svo Tottenham í heimsókn á Old Trafford í kvöld en gestirnir höfðu betur, 3-0.
Mourinho var ánægður með stuðninginn sem liðið fékk eftir leik og varð eftir á vellinum til að þakka fólki fyrir.
Mourinho klappaði fyrir framan stuðningsmenn United í tæplega eina mínútu og þakkaði fyrir sig.
Myndband af þessu má sjá hér.
Jose Mourinho applauding the remaining Man Utd fans at Old Trafford. ? pic.twitter.com/pSs97ya9fg
— Soccer AM (@SoccerAM) 27 August 2018