Javier Pastore, leikmaður Roma, skoraði stórkostlegt mark í kvöld er liðið mætti Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Pastore gekk í raðir Roma frá Paris Saint-Germain í sumar og skoraði strax eftir tvær mínútur í kvöld.
Mark Pastore var algjörlega frábært en hann tók á móti fyrirgjöf með hælnum og endaði boltinn í netinu.
Pastore kom Roma í 1-0 með þessu marki en staðan er þó 3-2 fyrir Atalanta þegar um 15 mínútur eru eftir.
Hér má sjá mark Pastore.
Mad that Javier Pastore went to Roma to do this type of madness when he could have been playing for West Ham against AFC Wimbledon tomorrow pic.twitter.com/UjNGrzlmhB
— SportsJOE (@SportsJOE_UK) 27 August 2018