fbpx
Þriðjudagur 30.júlí 2024
Fréttir

Júlíus Ármann sneri niður þjóf í nótt: „Hann var frekar þykkur og mikill, ekkert frýnilegur

Vaknaði um miðja nótt að fá sér vatnsglas – Nokkrum mínútum síðar var hann kominn í slagi við innbrotsþjóf

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 11. október 2016 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann veitist að mér og reyndi að slá til mín. Ég vék mér hinsvegar undan og náði að snúa hann niður. Það var ansi sérstakt að standa þarna á nærbuxunum og bol, með stírurnar, í augunum að kljást við einhvern mann í sérkennilegu hugarástandi um miðja nótt,“ segir Júlíus Ármann Júlíusson, íþróttaþjálfari.

Óhætt er að segja að nóttin hafi verið viðburðarrík hjá Júlíusi Ármanni en hann stóð innbrotsþjóf að verki við heimili sitt í Kópavogi og hélt manninum föngnum þar til að lögreglu bar að.

„Ég fór fram til að fá mér vatnsglas um hálf þrjú – þrjú. Ég sé síðan þennan mann á ferðinni að skjótast milli húsanna. Ég hélt fyrst að þetta væri blaðberi en síðan sé ég hvernig hann tekur í hurðarhúna á öllum bílum sem hann gengur fram hjá,“ segir Júlíus Ármann.

„Hann barðist um og hótaði mér ljótum hlutum.“

Hann fylgdist með manninum, sem stöðugt nálgaðist heimili hans, út um gluggann. „Ég er nýfluttur hingað en á jarðhæðinni býr einstæð móðir með nýfætt barn. Maðurinn kemur gangandi inn innkeyrsluna og þá læðist ég út á svalir,“ segir Júlíus Ármann. Að hans sögn heyrir hann þegar þjófurinn reynir að opna bíl hans.

„Ég læðist niður tröppurnar og þegar ég kem að honum þá er hann búinn að opna bíl nágrannans og er kíkja inn um gluggann á íbúðinni hennar. Um leið og hann sér mig þá ræðst hann til atlögu,“ segir Júlíus Ármann. Óhætt er að segja að þjófurinn hafi hitt fyrir ofjarl sinn í Júlíusi Ármanni því íþróttaþjálfarinn hafði hann þegar undir. „Hann var frekar þykkur og mikill, ekkert frýnilegur. Hann reyndi að slá til mín en ég hélt honum niðri á maganum og læsti handleggjunum. Hann barðist um og hótaði mér ljótum hlutum.“

Fljótlega eftir að átökin hófust komu eiginkona Júlíusar Ármanns og nágranninn að. Þær létu lögreglu tafarlaust vita, sem kom fljótlega á vettvang og handtók manninn. Við leit á honum fundust ýmsir munir úr bílum í hverfinu og gistir hann nú fangageymslur lögreglu.

„Ég er búinn að fá símtöl frá nágrönnum mínum sem lentu í því um helgina að brotist var inn í bílana þeirra. Þetta er að öllum líkindum sami maður sem hefur farið ránshendi um hverfið,“ segir hvunndagshetjan Júlíus Ármann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Viðar segir að Egill sé „yfirtuðari“ þjóðarinnar – „Maður líttu þér nær – segi ég nú bara“

Jón Viðar segir að Egill sé „yfirtuðari“ þjóðarinnar – „Maður líttu þér nær – segi ég nú bara“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halla leysir frá skjóðunni varðandi bílakaupin 

Halla leysir frá skjóðunni varðandi bílakaupin 
Fréttir
Í gær

Pabbakroppur í þröngri sundskýlu sló í gegn á ÓL

Pabbakroppur í þröngri sundskýlu sló í gegn á ÓL
Fréttir
Í gær

Háhyrningar sökktu skútu á Miðjarðarhafi – Skipstjórinn segir að dýrin hafi vitað upp á hár hvað ætti að gera

Háhyrningar sökktu skútu á Miðjarðarhafi – Skipstjórinn segir að dýrin hafi vitað upp á hár hvað ætti að gera