fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Pírati tekur undir gagnrýni Davíðs Oddssonar á forsætisráðherra: „Hvur fjandinn, ég er sammála DO“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. ágúst 2018 15:00

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir orð höfundar Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins um helgina, þar sem lítið gagn er sagt í svörum forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, þegar kemur að framtíð íslensku flugfélaganna og fyrirætlanir stjórnavalda í þeirra garð.

„Hvur fjandinn, ég er sammála DO. Ég botna heldur ekki upp né niður í þessu sem KJ er að segja þarna. Hvort eru stjórnvöld að fara að gera eitthvað í þessu eða er þetta bara fyrirtæki á einkamarkaði?“

segir Björn Leví á samfélagsmiðlum.

Davíð segir í Reykjavíkurbréfi að erfitt sé að skilja fyriráætlanir ríkisstjórnarinnar þegar kemur að stöðu flugfélaganna:

 „Það er langt teygt að segja að op­in­ber sam­töl við for­sæt­is­ráðherra og sam­gönguráðherra um stöðu fé­laga í flugrekstri hafi verið hjálp­leg. Betra hefði verið að sam­töl á efstu rim stjórn­kerf­is­ins hefðu farið hljótt aðeins leng­ur. Kannski var ekki kost­ur á því og því fór sem fór.“

„Þeir sem voru í vafa um veika stöðu flugrekstr­ar voru vafa­laus­ir eft­ir þau sam­töl. Þeir sem fylgj­ast bet­ur með sann­færðust eft­ir þetta um að senni­lega væri styttra út á ystu nöf en gott er.“

„Sam­töl­in voru óþægi­lega löng og óþægi­lega óljós, og einkum þó sam­talið við sam­gönguráðherr­ann. Gamla regl­an var sú, að hafi menn ekk­ert gagn­legt fram að færa komi til greina að þegja.“

Katrín snýst í hringi

Davíð segir forsætisráðherra fara í hringi í svörum sínum:

„Í sam­töl­um við for­sæt­is­ráðherr­ann okk­ar, þar sem hann var grip­inn á förn­um vegi, kom fram að æðstu valda­menn lands­ins fylgd­ust nú mjög vel með fjár­mál­um flug­fé­lag­anna og hefðu gert um nokkra hríð. Svo hóf­ust vanga­velt­ur um að flug­fé­lög­in væru fyr­ir­tæki á einka­markaði og ít­rekað að rík­is­valdið væri ekki að und­ir­búa að hjálpa flugrekstr­in­um.

En svo slegið til baka og sagt „það er ekki rík­is­ábyrgð á flug­fé­lög­um hér á landi, svo að það sé sagt. Það sem við erum að gera, er að við erum að fylgj­ast vel með stöðu kerf­is­lega mik­il­vægra fyr­ir­tækja, því það get­ur auðvitað haft áhrif á stöðu efna­hags­mála hér fram und­an. Það er auðvitað mik­il­vægt að fylgj­ast vel með…“

Og svo aft­ur í hina átt­ina: „…en eins og ég sagði hér áðan þá eru þetta einka­fyr­ir­tæki á markaði.“

Og loks 180 gráður á ný: „Þau skipta hins veg­ar máli fyr­ir þjóðarbúið þannig að það er það sem að okk­ur snýr,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu