fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ákæran gegn Júlíusi: Viðurkennir að hafa ekki gefið tekjurnar upp til skatts – Ávinningurinn sagður nema 49 til 57 milljónum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. ágúst 2018 14:31

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ákæru gegn Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, kemur fram að Júlíus hafi árin 2010 til 2014 geymt á bankareikningi hjá UBS banka á Ermarsundseyjunni Jersey andvirði 131 til 146 milljóna króna.

49 til 57 milljónir

Í ákæru segir að peningarnir hafi að hluta verið ávinningur refsiverðra brota, þar sem um hafi verið að ræða tekjur sem honum höfðu hlotnast nokkrum árum fyrr, en ekki talið fram til skatts. Því hafi hann ekki greitt tekjuskatt og útvar í samræmi við ákvæði skattalaga. Heildarávinningur hans vegna brotanna var 49 til 57 milljónir króna, að því er segir í ákæru.

Ákæran kom á óvart

Á dögunum var greint frá því að Júlíus hefði verið ákærður en DV er nú með ákæruna undir höndum. Nafn Júlíusar kom fram í Panamaskjölunum á sínum tíma og er hann fyrsti Íslendingurinn sem getið var um í skjölunum sem sætir ákæru. Í yfirlýsingu sem Júlíus birti á dögunum sagði hann að ákæran hefði komið honum á óvart og væri honum vonbrigði. „Ég tel engar lagalegar forsendur vera fyrir ákærunni og mun auðvitað takast á við hana fyrir dómstólum. Það mál verður útkljáð á þeim vettvangi,“ sagði hann.

Sagði ekki hvenær tekjunum hefði verið aflað

Júlíus er sagður hafa árið 2014 ráðstafað fjármununum af fyrrnefndum bankareikningi UBS banka innn á reikningum hjá banka í Sviss, Julius Bar, sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwoud Foundation. Rétthafar sjóðsins voru Júlíus, eiginkona hans og börn.

„Fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, þ.e. þeir skattar sem ákærði kom sér undan að greiða og vextir af því fé, sem ákærði þvættaði með þessum hætti, var ár bilinu 49 til 57 milljónir króna,“ segir í ákæru. Þá segir að lokum:

„Ákærði viðurkenndi við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hefur hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað og er því ekki hægt að segja með fullkominni vissu hver ávinningurinn var þar sem hlutfall tekjuskatts og útsvars af tekjuskattsstofni var breytilegt á árunum fyrir 2006.“

Fyrnd skattalagabrot

Í ákæru kemur fram að peningaþvætti sé refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum en með lögum sem tóku gildi í lok árs 2009 hafi gildissvið ákvæðisins rýmkað til muna. Þannig nái það nú til ávinnings allra refsiverða brota auk þess sem refsihámark hegningarlaga var hækkað í 6 ár.

„Þá var sjálfþvætti gert refsivert, sbr. nú 2. mgr. 264. gr laganna, þ.e. að refsivert varð að þvætta ávinning af eigin brotum. Var því það brot sem hér er ákært fyrir refsivert frá þeim tíma, þ.e. frá 30. desember 2009.

„Sá ávinningur sem hér er ákært fyrir þvætti á kom til vegna skattalagabtota ákærða á gjaldaárinu 2006 eða fyrir þann tíma. Hlotnuðust ákærða tekjur árið 2005, eða fyrr, en taldi þær ekki fram til skatts í samræmi við lagaskyldu þar um. Gerðist ákærði með því sekur um refsivert brot gegn skattalögum, þar sem hann kom sér undan því að greiða tekjuskatt og útsvar af umræddum tekjum sínum, sem var samanlagt á árunum fyrir 2006 allt að 38 til 39% af tekjuskattsstofni. Umrædd skattalagabrot eru fyrnd en það breytir ekki þeirri staðreynd að sá hluti fiármunanna sem greiða hefði átt í tekjuskatt og útsvar og sá ávinningur sem hann hefur haft af þeim síðar, s.s. vaxtatekjur og gengishagnaður, er andlag peningaþvættisbrots ákærða, sem hér er ákært fyrir, þar sem umrætt fé er ávinningur af skattalagabrotum ákærða sem voru refsiverð þegar þau voru framin. Var heildarávinningur vegna brotanna, sem ákærði þvættaði með þessum hætti, á bilinu 49 til 57 milljónir króna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“