fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Frumvarp um ótakmarkaðan útgáfutíma ríkisskuldabréfa í bígerð

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. ágúst 2018 14:00

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur í bígerð að heimila útgáfu ríkisskuldabréfa með yfir 25 ára lánstíma. Hefur ráðuneytið birt drög að frumvarpi þess efnis að fella úr gildi ákvæði laga sem tilgreina að ríkisskuldabréf skuli ekki gefa út til lengri tíma en 25 ára.

Í greinargerð frumvarpsins er slík leið sögð ákjósanlegur kostur fyrir fjárfesta með langtímaskuldbindingar, líkt og lífeyrissjóði. Þá er breytingin sögð gera ríkissjóði kleift að að kanna hvort tryggja megi að lánsfjárþörf og skuldbindingum hans sé mætt við lægri tilkostnað en áður. Verði það raunin, megi reikna með að vaxtagjöld ríkissjóða lækki og hann nái markmiðum sínum um meðallánstíma:

Útgáfa ríkisskuldabréfa til lengri tíma en 25 ára gæti stuðlað að hagkvæmari fjármögnun ríkissjóðs en tryggir hana ekki. Samfélagslegur ávinningur felst í því að mögulegt verði að tryggja hagkvæmari fjármögnun ríkissjóðs og lækka vaxtagjöld sjóðsins og búa þannig til svigrúm til lægri skatta eða aukinnar opinberrar þjónustu. Þyki útgáfa ríkisskuldabréfa til lengri tíma en 25 ára ekki líkleg til að tryggja hagkvæmari fjármögnun ríkissjóðs þá mun ríkissjóður ekki gefa út slík bréf. Breytingin ætti því ekki að hafa í för með sér neinn kostnað.“

Undirbúnings- og greiningarvinna frumvarpsins var gerð í samstarfi við Seðlabanka Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn