fbpx
Laugardagur 14.desember 2024

Kötturinn Ikura orðin heimsfræg á Instagram vegna hjartalaga bletts á baki hennar

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 27. ágúst 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kötturinn Ikura er orðin heimsþekkt á Instagram. En á undir sex mánuðum hefur hún fengið yfir 19 þúsund fylgjendur. Ástæðan fyrir vinsældum Ikura er útlit hennar. Ikura er með hvítan felld en á bakinu liggur einkennismerki hennar, svart hjarta.

Eigandi Ikura er Sachiko Kouraba frá Japan. Metro greindi frá því að Instagram notendur séu sammála því að Ikura sé yndisleg og hin fullkomna fyrirsæta en hún virðist alltaf brosa á myndum.

Sachiko hefur saumað tvær leikfanga kisur handa Ikura sem líta út eins og hún.

„Fyrir nokkrum vikum saumaði ég kisubangsa sem líta út fyrir að vera kettlingarnir hennar. Hún gerir mig svo hamingjusama. Þegar við erum ekki heima þá elskar hún að sitja með böngsunum sínum úti í glugga að fylgjast með fuglum, þegar hún er ekki að gera það þá leggur hún sig. Hún á líka símsvara sem við notum þegar við erum í vinnunni.“

Ikura fær stundum að fara með eigendum sínum í bíltúr og er hún vön því að fólk hrósi útliti hennar.

„Hún virðist skilja það að fólk er að hrósa henni.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala sínu máli – gleymdi því að hann er í pólitík

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala sínu máli – gleymdi því að hann er í pólitík
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.