fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Hjörvar og Benedikt rifja upp rassskellingar og grín með kynlífstæki – „Ef þetta væri í dag þá færu þeir allir í handjárn“ – „Búum á svo leiðinlegum tímum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. ágúst 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hugsaði bara með mér: Sjitt, ef þetta væri í dag þá færu þeir allir í handjárn,“ sagði Hjörvar Hafliðason, annar umsjónarmanna Brennslunnar á FM957, í morgun. Hjörvar og Kjartan Atli Kjartansson fengu Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamann Fréttablaðsins, í fjölmiðlarýni þar sem farið var yfir ýmislegt er varðar fjölmiðla í dag í víðara samhengi.

„Hann var alltaf til í allt“

Hjörvar nefndi í þættinum að hann hefði að undanförnu mikið nokkuð á Stöð 2 Maraþon. Þar væri að finna þátt sem félagi hans, sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal, gerði og heitir Ég og 70 mínútur. Þar rifjar Auðunn upp nokkur eftirminnileg atriði úr þessum þáttum sem nutu mikilla vinsælda upp úr aldamótum. Hjörvar nefndi að Hugi Halldórsson, ofur-Hugi, hefði verið vanmetin týpa í þáttunum en hann átti það til að ganga býsna langt í að skemmta sjónvarpsáhorfendum. „Hann var alltaf til í allt,“ sagði Hjörvar.

Benedikt Bóas tók boltann á lofti og rifjaði upp þegar Hugi lét íslenska handboltalandsliðið rassskella sig. Um var að ræða nokkuð umdeilt atriði og rifjaði Benedikt upp að blætt hefði úr afturenda Huga.

„Varstu að setja dildó upp í mig“

Hjörvar nefndi svo að í þættinum hefðu þeir félagar látið fólk smakka eitthvað með lokuð augun og sett kynlífstæki, dildó, í andlitið á fólki.

„Ég hugsaði bara með mér: Sjitt, ef þetta væri í dag þá færu þeir allir í handjárn. Við búum á svo leiðinlegum tímum í dag. Þarna var bara fólk eitthvað: Hahaha! „Varstu að setja dildó upp í mig“. En í dag þá yrði bara status: „Í dag var ég niðurlægð…“ sagði Hjörvar og bætti við að fólk hefði verið skemmtilegt á þessum tímum. Hann velti því fyrir sér hvort „eðlilegir“ Íslendingar væru enn þá skemmtilegir eða hvort þetta væru bara „10-15 netlúðar“ sem eru leiðinlegir.

Húmorinn annar í dag

Benedikt Bóas tók undir þessi orð Hjörvars. „Með tilkomu samfélagsmiðla þá rekur hver og einn sinn eigin fjölmiðil. Og það er alltaf verið að pikka upp allskonar rugl og búa til frétt um það. Sigga Sig hún skrifar status og þá skulum við heyra í henni og heyra hennar hlið og það er einhver ein hlið um það sem hún móðgaðist yfir. Og maður er bara Jesús góður.“

Kjartan Atli sagði að áherslan væri einhvern veginn á þessar neikvæðu hliðar. Hann bætti svo við og tók dæmi um fólk sem er óánægt með upplifun sína af veitingastöðum. „Þá sér maður að fólk fer inn á Matartips áður en það talar við veitingastaðinn oft.“

Hjörvar sagði svo að lokum og rifjaði upp að Jóhannes Ásbjörnsson hafi í einu atriði gengið um Smáralindina og fengið fólk til að segja: „Ísak bróðir minn“ á ensku, eða „Ísak my brother“. Þegar enska setningin er sögð hratt heyrist dálítið annað. „Það var húmorinn á þessum tíma. Í dag væri hnífabardagi og Illugi Jökulsson væri búinn að skrifa einhvern geðveikan status sem væri kominn með 700 læk eftir tvær mínútur,“ sagði Hjörvar.

Hvað finnst þér, lesandi góður. Ertu sammála því sem kom fram í máli þeirra Hjörvars og Benedikts í þættinum í morgun? Endilega tjáðu þig hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans