fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

„Hjá Frú Sigurlaugu finnurðu flest sniðin”

Kynning

Frú Sigurlaug, Þönglabakka 6, Mjódd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. október 2016 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frú Sigurlaug hefur í tæp 6 ár selt konum á öllum aldri náttföt, undirföt, aðhaldsfatnað, sloppa og sundföt. „Við finnum það að konur koma hingað aftur og aftur af því að þjónustan er alltaf góð og við höfum skilning á því hversu ólíkar þarfir fólk hefur. Í seinni tíð hefur úrvalið aukist og í dag seljum við einnig náttföt og sloppa fyrir karla og börn. Aðalsmerki verslunarinnar er þægileg og góð þjónusta. Það þarf að sinna viðskiptavininum af alúð og við leggjum okkur fram við það. Í versluninni starfa konur með mikla reynslu af verslunarstörfum. Það reynir oft á taugarnar þegar kemur að því að finna sér nýjan sundbol eða brjóstahaldara og þá er gott að koma á stað þar sem þér er tekið opnum örmum,“ segir Sigurlaug Margrét Guðmundsdóttir, eigandi verslunarinnar.

Verslunin leggur sig fram við að eiga ávalt mikið af náttfatnaði, sloppum og sundfatnaði. Um vöruúrvalið segir Sigurlaug:

„Í hverjum vöruflokki er til mikið úrval af sniðum og úr mismunandi efnum. Í náttfatnaði er bómullin ávallt mikið keypt en létt efni, s.s. rayon, micro-modal og viskóse eru líka mjög vinsæl. Ónefnd eru satín, silki og bómullarblöndur og svo mæti lengi telja. Sniðin eru einnig mjög margbreytileg, heilar peysur, jakkasnið, stuttar buxur, stroff á buxum. Stuttar ermar – hálfermar – ermalaust og langerma. Sjón er sögu ríkari og því alltaf gott að koma við og berja úrvalið augum.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Frú Sigurlaug selur líka sundföt og strandfatnað allt árið um kring: „Konur hafa verið að koma hingað korter í flug að kaupa sér sundfatnað því hér finna þær vandaða vöru á góðu verði. Það er ekki skemmtilegt að þurfa að eyða fríinu í leit að sund- og strandfatnaði þegar á sólarströndina er komið “

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hjá Frú Sigurlaugu finnurðu flest sniðin. Bikiní með háum og lágum buxum og A – G í skálastærðum. „Tankíni eru alltaf mjög vinsæl og svo eru hér sundbolir í allskonar sniðum. Sumar vilja fela og aðrar vilja sýna og starfsfólkið í versluninni hefur fullan skilning á því hvað hentar hverjum,“ segir Sigurlaug.

Frú Sigurlaug er með gott úrval af brjóstahöldum og nærbuxum. Undirpils og kjólar eru til í miklu úrvali. Aðhaldsfatnaður er af ýmsu tagi en þar er lögð áhersla á að flíkin sé þægileg og veiti vellíðan.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Frú Sigurlaug er staðsett í göngugötunni í Mjódd. Opið er virka daga frá 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 16. Síminn er 774 7377. Sjá nánar á Frú Sigurlaug á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni