fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Eimskipsmótaröðin: Guðmundur og Helga sigruðu á Securitasmótinu

Arnar Ægisson
Mánudaginn 27. ágúst 2018 07:42

Guðmundur Ágúst og Helga Kristín. Mynd/Frosti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR og Helga Kristín Einarsdóttir úr GK sigruðu á Securitasmótinu ı GR-bikarnum á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór í Grafarholti um helgina.

Skorið hjá Guðmundi var stórkostlegt en hann lék hringina þrjá á -14 samtals en til samanburðar er mótsmetið á Íslandsmótinu í golfi -12. Helga Kristín bætti sig um 10 högg á milli keppnisdaga og lék best þegar mest á reyndi.

Guðmundur Ágúst fær 250.000 kr. í verðlaunafé þar sem hann er atvinnukylfingur en Helga Kristín fær 70.000 þar sem hún er áhugakylfingur.

Stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar eru Axel Bóasson, GK sem fær 500.000 kr. í sinn hlut fyrir það afrek í karlaflokki og Guðrún Brá Björgvinsdóttir er stigameistari í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni og fær hún 500.000 kr. í sinn hlut fyrir það afrek í kvennaflokki.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki eftir 3. keppnisdag:

1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (67-63-69) 199 högg (-14)
2. Axel Bóasson, GK (70-65-69) 204 högg (-9)
3. Rúnar Arnórsson, GK (68-72-67) 207 högg (-6)
4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-70-68) 209 högg (-4)
5.-6. Ólafur Björn Loftsson, GKG (70-70-70) 210 högg (-3)
5.-6. Andri Þór Björnsson, GR (70-70-70) 210 högg (-3)
7. Andri Már Óskarsson, GHR (70-72-69) 211 högg (-2)
8. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (70-71-71) 212 högg (-1)

1. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (68-80-70) 218 högg (+5)
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-72-72) 219 högg (+6)
3.-4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (80-71-71) 222 högg (+9)
3.-4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (77-72-73) 222 högg (+9)
5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (78-75-77) 230 högg (+17)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“