fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Dró vinkonu sína á hárinu út á lestarteina – Nærstaddir komu til bjargar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 20:30

Mynd úr eftirlitsmyndavél á lestarstöðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem átti að vera skemmtilegt kvöld endaði heldur betur á annan veg hjá tveimur sænskum konum fyrr í sumar. Konurnar, sem eru um tvítugt, fóru út að skemmta sér á næturklúbbi í Brädangs sem er sunnan við Stokkhólm. Þegar leið á nóttina og klúbbnum var lokað kom upp ósætti þeirra á milli. Á lestarstöðinni í Brädangs færðist enn meiri hiti í málin og þær fóru að hrinda hvor annarri. Þetta endaði síðan með að önnur konan dró hina á hárinu út á lestarteinana rétt áður en lest átti að koma á stöðina.

Aftonbladet skýrir frá þessu.

„Ég hélt að ég myndi deyja.“

Sagði fórnarlambið í samtali við blaðið.

Mynd úr eftirlitsmyndavél á lestarstöðinni.

Þetta gerðist aðfaranótt 26. júní. Þegar konurnar voru farnar að hrinda hvor annarri missti önnur þeirra skyndilega alla stjórn á sér.

„Hún hélt að ég ætlaði heim með strák og síðan grét hún og öskraði og reif í handlegginn á mér.“

Sagði fórnarlambið. Síðan héldu átök þeirra áfram og enduðu eins og fyrr segir með að hin konan dró þessa niður á lestarteinana og hélt henni þar. Fórnarlambið öskraði á hjálp og komu aðrir farþegar henni þá til bjargar og komu báðum konunum af teinunum.

Málið verður tekið fyrir í rétti í Södertörn í þessari viku. Konan er ákærð fyrir alvarlega líkamsárás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður