fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

549 manns vísað frá landi í fyrra – Beinn kostnaður 62 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. ágúst 2018 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stoðdeild ríkislögreglustjóra, sem sér um undirbúning og framkvæmd brottvísunar útlendinga af landinu, vísaði alls 549 manns af landi brott árið 2017, eða 45 manns á mánuði að meðaltali. Beinn kostnaður ríkissjóðs vegna flutninganna nam 62 milljónum króna, samkvæmt ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2017. Morgunblaðið greinir frá.

Alls 155 manns voru fluttir samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni, í 104 ferðum. Alls 293 voru fluttir á vegum Frontex í 19 ferðum, en stofnunin endurgreiðir allan, eða meginhluta kostnaðar þeirra ferða, utan vinnulauna lögreglumanna. Aðrir einstaklingar voru 94 sem fluttir voru úr landi, í 72 ferðum.

 Alls 779 lögreglumenn tóku þátt í slíkum ferðum árið 2017, en í mörgum tilfellum er um sömu lögreglumennina að ræða. Aðrir starfsmenn í slíkum ferðum er starfsfólk Mannréttindastofu, sem og túlkar.

Heildarkostnaður, fyrir utan launakostnað og endurgreiðslur, er 291 milljón. Endurgreiðslur námu um 229 milljónum og því beinn kostnaður ríkissjóðs alls 62 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast