Á síðasta ári var hagvöxturinn í Færeyjum fimm prósent en efnahagslegur uppgangur hófst þar 2013 og stendur enn í miklum blóma. Atvinnuleysi mælist nú 2,1 prósent og hefur dregist mikið saman undanfarin ár.
Samkvæmt frétt Danska ríkisútvarpsins þá á fólksfjölgunin einnig rætur að rekja til fleiri fæðinga og að fleiri flytjast til eyjanna en áður.