New York Times skýrir frá þessu. Í nóvember verður kosið til þings í Bandaríkjunum, þar á meðal um öll sætin í fulltrúadeildinni. Bandaríkjamönnum er því umhugað um að Rússar geti ekki haft puttana í niðurstöðum kosninganna að þessu sinni eins og þeir eru grunaðir um að hafa gert í forsetakosningunum.
En nú er komið babb í bátinn því CIA og fleiri leyniþjónustustofnanir hafa misst sambandið við flesta heimildarmenn sína í Moskvu. Ekki hefur komist upp um heimildarmennina eða þeir verið myrtir. Hjá CIA og FBI eru menn frekar þeirrar skoðunar að heimildarmennirnir hafi ákveðið að láta lítið fyrir sér fara vegna umfangsmikilla gagnnjósna Rússa þessi misserin. Þá er talið að morðtilræðið við Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi síðasta vetur geti hafa skotið mörgum skelk í bringu. Skripal var áður njósnari á vegum Rússa en lék tveimur skjöldum og vann einnig fyrir Breta. Af þeim sökum vilja rússnesk yfirvöld hann feigan.