fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

CIA var með marga heimildarmenn í innsta hring Pútíns – Nú heyrist ekkert frá þeim

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 21:00

Útsendarar Rússa reyna að fá glæpamenn til skítverka á Norðurlöndunum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur að segja má misst eyru sín og augu í Moskvu. Þar hefur CIA verið með net heimildarmanna í innsta hring í Kreml. Það var einmitt í gegnum þetta net heimildarmanna sem CIA fékk veður af meintum tilraunum Rússa til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar 2016.

New York Times skýrir frá þessu. Í nóvember verður kosið til þings í Bandaríkjunum, þar á meðal um öll sætin í fulltrúadeildinni. Bandaríkjamönnum er því umhugað um að Rússar geti ekki haft puttana í niðurstöðum kosninganna að þessu sinni eins og þeir eru grunaðir um að hafa gert í forsetakosningunum.

En nú er komið babb í bátinn því CIA og fleiri leyniþjónustustofnanir hafa misst sambandið við flesta heimildarmenn sína í Moskvu. Ekki hefur komist upp um heimildarmennina eða þeir verið myrtir. Hjá CIA og FBI eru menn frekar þeirrar skoðunar að heimildarmennirnir hafi ákveðið að láta lítið fyrir sér fara vegna umfangsmikilla gagnnjósna Rússa þessi misserin. Þá er talið að morðtilræðið við Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi síðasta vetur geti hafa skotið mörgum skelk í bringu. Skripal var áður njósnari á vegum Rússa en lék tveimur skjöldum og vann einnig fyrir Breta. Af þeim sökum vilja rússnesk yfirvöld hann feigan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun