fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Prófessor ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og dóttur með jógabolta

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 18:30

Mynd úr safni. Mynd:Marco Verch/flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknari í Hong Kong hefur ákært prófessor fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og 16 ára dóttur með jógabolta. Konan og dóttirin fundust látnar í læstum bíl fyrir þremur árum. Málið þótti strax mjög dularfullt og lögreglan komst lítið áleiðis við rannsókn þess. Niðurstaða krufningar var að mæðgurnar hefðu látist af völdum koltvísýringseitrunar.

BBC skýrir frá þessu. Við rannsókn fannst ekkert að bílnum og það eina sem stakk í stúf var að í farangursrými hans var loftlaus jógabolti.

Réttarhöld í málinu hófust þann 22. ágúst. Prófessorinn, sem er svæfingarlæknir og kennari við kínverska háskólann í borginni, er sagður hafa myrt mæðgurnar á yfirvegaðan og úthugsaðan hátt. Saksóknari segir að hann hafi komið boltanum, fullum af koltvísýringi, fyrir í farangursrýminu til að myrða eiginkonu sína. Hann vildi ryðja henni úr vegi því hann átti í ástarsambandi við stúdent í háskólanum og vildi skilja við eiginkonu sína en hún tók það ekki í mál.

Saksóknari telur að prófessorinn hafi ekki ætlað að bana dóttur sinni en hún átti að vera í skóla þegar mæðgurnar voru myrtar.

South China Morning Post segir að prófessorinn sé talinn hafa orðið sér úti um koltvísýringinn með því að búa til falskt rannsóknarverkefni. Hann sagði samstarfsmönnum sínum að hann væri að vinna að rannsókn á hversu hreinn koltvísýringurinn væri og hvaða áhrif hann hefði á kanínur. Samstarfsmenn hans sáu hann fylla tvo jógabolta með koltvísýringi.

Hann sagði lögreglunni hins vegar að hann hefði farið með jógaboltana heim til að drepa rottur í húsinu. Húshjálpin sagði lögreglunni hins vegar að það hefðu aldrei verið rottur í húsinu.

Prófessorinn neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni