Sá grunaði þekkti mæðgurnar sem voru 49 og 22 ára. Lögreglan var kölluð að Northdown Road á þriðja tímanum í nótt. Þar fundu lögreglumenn mæðgurnar og voru þær báðar með alvarleg stungusár. Í tilkynningu frá lgöreglunni segir að þrátt fyrir að bráðaliðar hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð hafi mæðgurnar látist á vettvangi.
Lögreglumenn ganga nú hús úr húsi á svæðinu og ræða við íbúa. Einnig er verið að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum.