fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Bjartsýnasti fasteignasali heimsins eða hvað? Vill fá 320 milljónir fyrir þetta hús

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. ágúst 2018 06:14

Ekki er það glæsilegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýmálað, falleg eldhúsinnrétting, vel þrifnir gluggar og nýþrifin gólf. Hver vill ekki flytja inn í svoleiðis hús? En það eru ekki öll hús sem ertu til sölu eða leigu svona. Ástand þeirra er misjafnt en það hlýtur að vera ansi mikil bjartsýni að ætla að fá 320 milljónir fyrir húsið sem sést á myndinni sem fylgir þessari frétt.

Það er fasteignasalinn Hunt Tse í Vancouver í Kanada sem er svona bjartsýnn. Hann telur að það muni ekki taka langan tíma að selja húsið en ásett verð er 3,9 milljónir Kanadadollara en það svarar til um 320 milljóna íslenskra króna.

CBC skýrir frá þessu. Fram kemur að húsið sé í Kitsilano-hverfinu en þar er fasteignaverð mjög hátt. Það kemur í hlut nýja eigandans að láta fjarlægja húsið sem er auðvitað ekkert nema rústir einar. Kaupandinn mun því í raun og veru aðeins kaupa lóðina því vandséð er hvernig á að vera hægt að gera nokkuð við húsið sem skemmdist í bruna. Tse sagðist ekki vita hvernig nýr eigandi muni bera sig að við að fjarlægja húsið enda sé það ekki hans mál.

Tse reiknar með að húsið seljist á innan við fjórum vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?