Fred, nýr leikmaður Manchester United, ætlar að reyna að birta til í búningsklefa United á tímabilinu.
Fred samdi við United í sumar frá Shakhtar Donetsk en hann þekkir fyrrum leikmann liðsins, Anderson.
Fred vonast til að geta fengið leikmenn United til að spila með bros á vör og ætlar að hafa áhrif utan vallar.
,,Anderson er mjög líflegur náungi og var alltaf hress. Þannig eru Brasilíumenn, við erum alltaf hlæjandi,“ sagði Fred.
,,Ég vil koma þannig anda inn í búningsklefa United og á völlinn. Ég vil spila með bros á vör.“