Kevin Nolan, fyrrum leikmaður West Ham á Englandi, hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri Notts County.
Þessi 36 ára gamli þjálfari tók við Notts County í janúar á síðasta ári og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í deildinni á síðasta tímabili.
Byrjun liðsins á þessari leiktíð hefur hins vegar verið slæm og tapaði Nolan fjórum af fyrstu fimm leikjunum.
Nolan er fjórði stjórinn á Englandi sem er rekinn eða hefur hætt á þessu tímabili sem er aðeins nýbyrjað.
Gary Bowyer hætti hjá Blackpool fyrr í sumar, Gary johnson var rekinn frá Celtenham fyrr í vikunni og Nick Daws var þá látinn fara frá Scunthorpe.