Hugo Lloris, markvörður Tottenham, verður að öllum líkindum í marki liðsins í kvöld gegn Manchester United.
Óvíst var hvort Lloris yrði með liðinu í leiknum eftir að hafa verið tekinn drukkinn við stýri á föstudaginn.
Enskir miðlar segja að Mauricio Pochettino ætli að nota Lloris en óvíst er þó hvort hann fái fyrirliðabandið.
Lloris hefur lengi verið fyrirliði Tottenham en Harry Kane gæti fengið bandið í kvöld eftir þessi mistök markvarðarins.
Lloris hefur opinberlega beðist afsökunar á hegðun sinni en má búast við refsingu frá sínu félagi.