Paul Pogba, leikmaður Manchester United, er búinn að ná samkomulagi við spænska félagið Barcelona.
Don Balon á Spáni greinir frá þessu í kvöld en Pogba hefur sterklega verið orðaður við Barcelona síðustu vikur.
Samkvæmt þessum fréttum hefur Pogba náð samkomulagi við Barcelona en félagið hefur ekki rætt við United.
United vill alls ekki selja leikmanninn en Pogba vill sjálfur komast burt og hefur áhuga á að spila á Spáni.
Greint er þó frá því að Barcelona viti ekki hvenær félagið geti fengið Pogba, hvort það verði í sumar, í janúar eða í næsta sumarglugga.