Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy, skoraði fyrir liðið í gær sem mætti Los Angeles FC í MLS-deildinni.
Zlatan kom liði Galaxy yfir í leiknum áður en gestirnir í Los Angeles jöfnuðu metin og niðurstaðan 1-1 jafntefli.
Zlatan hefur átt frábæran feril sem knattspyrnumaður og var að skora sitt 499. mark á ferlinum í gær.
Svíinn hefur spilað með liðum á borð við Juventus, AC Milan, Inter Milan, Barcelona, PSG og Manchester United á ferlinum.
Það er nóg eftir af deildinni í Bandaríkjunum og eru allar líkur á því að Zlatan skori sitt 500. mark á næstu vikum.