Thierry Hazard, faðir Eden Hazard, viðurkennir það að sonur sinn gæti aldrei spilað fyrir spænska stórliðið Real Madrid.
Real var mikið orðað við Hazard í sumar en útlit er nú fyrir að hann verði áfram hjá Chelsea.
Faðir Eden vildi sjá hann skrifa undir á Spáni en getur ekki útskýrt af hverju skiptin áttu sér ekki stað.
,,Ég get ekki sagt ykkur af hverju þetta fór ekki í gegn,“ sagði Thierry við Hiet Niewsblad í Belgíu.
,,Það var ekki vegna þess að ég vildi það ekki, ég veit ekki. Kannski eru þeir með hefð að gefa ungum leikmönnum tækifæri.“
,,Eden á eitt ár eftir af samningi sínum næsta sumar en það gæti verið að hann fari aldrei til Real Madrid.“