Marek Hamsik, leikmaður Napoli, segir að fyrrum stjóri liðsins, Maurizio Sarri, sé ‘veikur’ maður.
Hamsik notar þau orð til að hrósa Ítalanum sem tók við Chelsea í sumar. Sarri hugsar um fátt annað en fótbolta.
,,Sarri er maður sem á heima á vellinum. Hann lifir fyrir fótboltann allan sólahringinn,“ sagði Hamsik.
,,Hann var veikur maður. Hann er heltekinn af fótbolta og það eru engin smáatriði sem hann hugsar ekki út í.“
,,Hvað bætti hann mig mest í? Hann þróaði minn leik bæði taktíklega og tæknilega, það er herra Sarri.“