Rúnar Alex Rúnarsson var að sjálfsögðu í marki Dijon í kvöld sem mætti liði Nice í frönsku úrvalsdeildinni.
Rúnar hefur byrjað feril sinn virkilega vel í Frakklandi en hann samdi við Dijon fyrr í sumar.
Dijon heimsótti Nice í þriðju umferð í dag en Nice var fyrir leikinn talið sigurstranglegra.
Nice hefur þó byrjað hræðilega undir stjórn Patrick Vieira og var án sigurs eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Dijon gerði sér lítið fyrir og vann Nice örugglega 4-0 í kvöld og er nú með markatöluna 8:1 í öðru sæti deildarinnar.
Nice situr þá í 17. sætinu með markatöluna 1:6 og ljóst að sæti Vieira er strax byrjað að hitna.