Stjarnan 2-1 Breiðablik
1-0 Baldur Sigurðsson(25′)
2-0 Þorsteinn Már Ragnarsson(38′)
2-1 Thomas Mikkelsen(40′)
Það fór fram stórleikur í Pepsi-deild karla í kvöld er Stjarnan fékk lið Breiðabliks í heimsókn í toppslag.
Það var boðið upp á virkilega fjörugan fyrri hálfleik í kvöld en þrjú mörk voru skkoruð í Garðabæ.
Baldur Sigurðsson kom Stjörnunni yfir á 25. mínútu leiksins áður en Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði annað fyrir heimamenn.
Thomas Mikkelsen elskar að skora mörk og lagaði hann stöðuna fyrir Blika stuttu eftir mark Þorsteins.
Fleiri mörk voru þó ekki skoruð í leiknum og fer Stjarnan á toppinn í bili en Valur á leik gegn Fjölni síðar í kvöld.